föstudagur, júní 25, 2021

Afmælisblogg

 Helgi vinur á afmæli í dag. Hann er einn af mínum bestu vinum og er svo vinalegur að hringja í mig reglulega á leið úr vinnunni. Samtölin eru oft rík af umferðahljóðum, sambandsleysi og ofanítal, en mér þykir vænt um þessi símtöl þó ég heyri stundum bara helminginn af því sem er sagt. Að minnsta kosti er ekkert ofsagt.

Við Helgi erum búnir að þekkjast ansi lengi og vinskapurinn dafnað. Við eigum sameiginlegt áhugamál í NBA körfuboltanum og hann er sá eini sem ég deili þessu áhugamáli med. Magnea hefur þó leyft mér að babla klukkan 7 á morgnana þegar ég er að renna yfir úrslitin frá því um nóttina.

Ég komst að því áðan að við erum skyldir í sjötta lið, þannig að ekki bara er hann vinur minn, hann er nánast bróðir minn. 

Til hamingju með 50 árin kæri vinur. Heyri í þér í dag!
mánudagur, apríl 12, 2021

Sage Barista Express.


Eins og flestir hafa gleymt þá varð ég fimmtugur fyrir viku síðan. Magnea var búin að undirbúa allar gjafir og guð minn almáttugur hvað ég er ánægður. Ég fékk pening frá Magneu, sem við munum nota í helgarferð þegar það verður auðveldara að ferðast. Sundnámskeið, körfubolta, alfræðibók um vín, svona fyrir "dummies".Mjög gott fyrir bjána eins og mig. Matthías kom svo með krem handa mér sem hann hafði búið til sjálfur :) 

Svo var það græjan! Magnea hóaði í alla fjölskylduna og fékk gengið til að slá saman í þetta súper tæki. Það hefur fengið ljómandi dóma og þó ég sé ennþá að læra á gripinn að þá er ég í skýjunum yfir þessu tæki. Ég er búinn að klappa því og strjúka eins og Gollum með hringinn sinn. Með þessu fylgdi ógrynni af nýristuðu kaffi frá öllum heimsálfum, nema eyjaálfu og suðurskautinu.
Ef þið eigið leið framhjá Hestehavevej 34 í Ryslinge í framtíðinni þá get ég boðið upp á latte.

lifið heil og njótið.

Arnar 


 

sunnudagur, apríl 11, 2021

Sunnudagur
Jæja, best að halda þessu áfram. Helgi hefur kvartað sáran yfir því að ég bloggi aldrei lengur. Nú er að koma þriðja færslan á fáeinum. Margt er þegar þrennt er segja menn og fylgihlutir. Kannski hægt að byrja á að þrenningin samanstendur af þremur einingum. Þríhyrningur væri lítils virði ef hornin væru bara tvö, eða ofaukið ef þau væru 4. Pizzasneið er þríhyrnd svona cirka. Fram að janúar 2019 átti ég bara 3 börn. Ég á ennþá 3 bónus börn. Þrisvar hafa Detroit, Miami og Philadelphia orðið meistarar í NBA deildinni, reyndar fyrsti titill Philadelphiu 1955 sem Syracuse Nationals eins og allir vita.
Þrennt þarf að hafa í huga þegar maður býr til kaffi, sem sagt kaffi, heitt vatn og drykkjarmál. Þrisvar hefur mér dottið í hug í dag að henda pappír í pappírsgáminn, en næst kannski í fjórða. 
Jara hefur þrisvar í dag kveikt á sjónvarpinu og þrisvar hefur hún strítt Fróða bróður sínum í dag. Seinasta skiptið varð til þess að kakó sullaðist yfir sófann. 

Sysktini mín eru þrjú, hvert öðru betra og alveg ótrúlega ólík hvert á sinn hátt. Þegar við skrifuðum undir kaupsamning voru 3 mánuðir í afhendingu. Barnabætur í Danmörku koma á þriggja mánaða fresti. Jara er á þriðja ári og á afmæli á þriðja degi ársins. Einmitt þrír mánuðir síðan hún varð tveggja ára. Árinu er hægt að skipta upp í þrennt. 

Hlakka til að koma með fjórðu færsluna.

Lifið heil og njótið.

Arnar 
 

fimmtudagur, apríl 08, 2021

Hádegismatur
 Ég hef alltaf haft dálæti á síld. Helst í sinnepi eða Karrýi og þá með nóg af lauk og eplum ef ég kem því við. Með þessu vil ég helst ljósan bjór. Kannski ekki heppilegt í dag þar sem ég er í vinnunni. En já, þetta er sælgæti fyrir mig. Veit ekki hvenær þetta byrjaði, ætli Siglufjarðar genin séu ekki að poppa upp og láta vita af sér. Ég skellti svo á eina sneið með skinku og chorizo til að gefa þessu alþjóðlegan blæ. 

Ég man alltaf að mamma, sem var nú ansi mikill gourmet kokkur, fannst ótrúlega gott að gúffa í sig einum sviðakjamma eða sviðasultu. Þetta varð helst að vera hádegis snarl...amk þannig er það í minningunni. Sama er um síldina fyrir mig. Elska þetta “combó” Síld, rúgbrauð (helst danskt rúgbrauð) og ljós bjór, en þá já sem hádegis snarl.

Annars er ég bara góður í dag. Svaf vel og dreymdi kaffivélina og hvernig maður býr til góðan latte.


Lífið heil og njótið.

Arnar 

miðvikudagur, apríl 07, 2021

Fimmtugur...

 Ég sit hérna í stofunni heima hjá mér. Dóttir mín er að glápa á Sponge Bob, eða Svampe Bob eins og hann kallast á dönskunni. Ég er orðinn 50 ára og tveimur dögum betur. Ég hreinlega næ þessu ekki. Mér líður hreint ekki þannig að ég sé fimmtugur....fimmtugur!!! Að verða þrítugur eða fertugur var svo sem allt í lagi, en 50 úff það eiginlega hitti mig á kollinn núna bara á afmælisdaginn.

En ég er á góðum stað. Á frábær börn, bónusbörn og konu. Ég er nýbúinn að kaupa hús og flyt innan tveggja mánaða. Lífið er dásamlegt satt best að segja og væri hreinlega vanþakklæti að kvarta. Liverpool mætti reyndar fara að spila betur, en það kemur á næsta ári þegar þeir hafa fundið varnarmenn í liðið.

Afmælisdagurinn var indæll. Við buðum Addí og Helga yfir og svo voru Máni, Hrönn og Njála líka með. Öll börn voru hér nema Alexander, sem því miður komst ekki. Máni gerði himneska ostaköku og Hrönn gerði Grand kökuna góðu. Svo vorum við með allskyns brunch dót á borðum. Ég fékk æðislegar gjafir og já get ekki sagt annað en að dagurinn hafi verið góður. 

Ansi margir, yfir fimmtugt hafa sagt við mig að nú loksins byrji lífið. Ég hef þá bara verið í 50 ára forleik og nú skal tekið á því. Maraþonið hlaupið, Tour De France hjólað og gengið yfir Vatnajökul. Svo líklega læri ég endanlega að prjóna og tala ítölsku.

Þegar ég horfi tilbaka þá hef ég nú átt alveg ágætis ævi só far. Hef prófað ýmislegt og eignast frábærar minningar og vini hingað og þangað um hnöttinn. Ég get samt ekki almennilega sagt að ég hafi "fundið mig" svona starfslega. Ég byrjaði í læknisfræðinni með Helga vini mínum, en fór svo þaðan í Enskuna og kláraði bachelorinn. 3 frábær ár, eiginlega eins og framhaldsskóli. Gott djamm og gleði ásamt góðum skammti af góðum bókmenntum. Þaðan reyndi ég aðeins við tölvunarfræði, en þráin að vinna og koma sér upp húsnæði og fjölskyldu tók yfir og ég hætti í náminu. Fljótlega fékk ég svo vinnu hjá Friðriki Skúlasyni, sem var góður skóli fyrir mig eins og Íslenskir Aðalverktakar höfðu verið. Ég lærði nýja hluti og held bara að ég hafi verið nokkuð góður þar. Eftir það lá leiðin til Danmerkur í nám. Þverfaglegt nám, eða þvagferlegt eins og Steini vinur minn gæti sagt. Enn og aftur góður skóli fyrir mig og nýtt í reynslubankann. Ég fékk svo tækifæri til að vinna í mánuð í Róm og það var geðveikt gaman. 

UPS dúkkaði svo upp og ég hef unnið þar síðustu 14 árin eða svo. Vinir mínir hafa upplifað mig fara allan tilfinningarskalann þegar kemur að þeirri vinnu. Ég hef oft verið á leiðinni í burtu, en ekki hætt enn. Hver veit hvað gerist, en akkúrat núna er vinnan svo sem ágæt.

Eins og ég sagði fyrir ofan, þá erum við Magnea búin að kaupa okkur hús í bænum Ryslinge (borið fram Ruslinge :)) og við erum að deyja úr spenningi. Allir fá herbergi og ég fæ meira að segja smá horn til að setja upp skrifstofu fyrir heimavinnuna. Stór garður og lítur út fyrir að samfélagið sé indælt. 

Í Ryslinge búa rétt undir 2000 manns, ekki stórbær á neinum mælikvarða. 

Jæja, Svampe Bob er að klárast og dóttir mín farin að toga í mig og segja "sofa!". 

Lifið heil og njótið

Arnar

sunnudagur, janúar 26, 2020

Kobe Bryant fallinn frá. Einn af þeim albestu. Ljóðið hans til körfuboltans.


Dear Basketball,

From the momentI started rolling my dad’s tube socksAnd shooting imaginaryGame-winning shotsIn the Great Western ForumI knew one thing was real:
I fell in love with you.
A love so deep I gave you my all —
From my mind & bodyTo my spirit & soul.
As a six-year-old boyDeeply in love with youI never saw the end of the tunnel.I only saw myselfRunning out of one.
And so I ran.
I ran up and down every courtAfter every loose ball for you.You asked for my hustleI gave you my heartBecause it came with so much more.
I played through the sweat and hurt
Not because challenge called meBut because YOU called me.I did everything for YOUBecause that’s what you doWhen someone makes you feel asAlive as you’ve made me feel.
You gave a six-year-old boy his Laker dream
And I’ll always love you for it.But I can’t love you obsessively for much longer.This season is all I have left to give.My heart can take the poundingMy mind can handle the grindBut my body knows it’s time to say goodbye.
And that’s OK.
I’m ready to let you go.I want you to know nowSo we both can savor every moment we have left together.The good and the bad.We have given each otherAll that we have. 
And we both know, no matter what I do next
I’ll always be that kidWith the rolled up socksGarbage can in the corner:05 seconds on the clockBall in my hands.5 … 4 … 3 … 2 … 1
Love you always,
Kobe

fimmtudagur, janúar 03, 2019

Það er stúlka!

Í nótt fæddist okkur Magneu gullfallegt stúlkubarn. Magnea var sett 26. des og var því biðin orðin löng eftir krílinu. Um miðjan daginn í gær fengum við góða vinkonu í heimsókn, sem starfar sem fæðingalæknir í Odense. Hún ýtti við belgnum og svo var beðið.
Upp úr kvöldmatnum fóru verkir að aukast hjá Magneu. Þrátt fyrir það, kom hún Krumma og Fróða í rúmið ásamt því að lesa einn kafla fyrir þá.
Svo ákváðum við að setjast fyrir framan skjáinn og horfa á Bagedysten, sem er danskur bökunarþáttur. Við settum 2017 seríuna í gang...og þá komu verkirnir.

Magnea hringdi í ljósuna til að láta vita hvað væri í gangi, en engin ástæða fyrir að vera neitt að flýta sér. Ljósan hringdi stuttu síðar og ákvað að koma samt sem áður. Hún var komin ca 20 mínutur yfir miðnættið og þá var allt að komast verulega í gang. Magnea fékk litlar pásur á milli hríða.
Klukkan 01:54 fæddist stúlkan á stofugólfinu heima hjá okkur með bökunarþáttinn á fullu spili í sjónvarpinu.

Stúlkan vigtar 4200 grömm og er 54 cm löng. Stór og hraust.


Ca dagsgömul


Stoltur pabbi


Algjörlega nýbökuð!