Fara í aðalinnihald

Færslur

Sérvalið

Vetrarfrí í London

 Vetrarfrí 2023 hófst í London. Við ákváðum síðasta haust að skella okkur til London með allt gengið. Fundum flugmiða, hræódýrt, hjá Easyjet og svo íbúð á góðum stað rétt sunnan við Thames og stutt frá Underground stöð.  Ferðalagið hófst á hádegi laugardaginn 11. Afmælisdagurinn hans Mumma vinar míns. Anyway, tókum rútu til Köben og svo lest upp á flugstöð. Jara fór þar með í fyrsta sinn í flugvél.  Ég tók alveg einstaklega fáar myndir. Magnea var duglegri.  Á sunnudeginum fór 5/6 af hópnum í átt að Buckingham höll, tóku London Eye og hluta af miðbænum. Ég lá því miður í ælupest heima og svaf eiginlega allan þann dag. Vildi óska að ég gæti kennt áfengi um, en nei þetta var bara venjuleg ælupest, Munda og Helgi! Mánudagur og þriðjudagur fóru í Madame Tussauds, strætó túristatúr, Covent Garden, söfn og skyndibitaát. Allt í allt flott ferð með stórum hóp. Við vorum sex stykki og allir með mismunandi áhugamál. Við Veigar fórum einir á söfnin. Sáum Imperial stríðssafnið, Hersafnið og svo th

Nýjustu færslur

Árið 2022 og smá 2023.

Heitt og einangrun eða öllu heldur skortur á einangrun. Og Liverpool.

Lögbirtingurinn og Rauða Kross maðurinn

Afmælisblogg

Sage Barista Express.

Sunnudagur

Hádegismatur

Fimmtugur...