Fara í aðalinnihald

Færslur

Sérvalið

Ísland Sumar 2024

Mætt við Gindavíkur hraunið. Stórkostleg sýn og agaleg á sama tíma. Í mars á þessu ári poppaði upp sú pæling at fara til Íslands. Strákarnir hafa aldrei ferðast um landið með mömmu sinni og Jara hafði aldrei  heimsótt "heimalandið". Við fórum í gang að skoða hvort þetta væri yfir höfuð hægt. Og jú, þetta gekk, og punkturinn yfir i-ið var að Stebbi og Halldóra lánuðu okkur bíl svo það færi vel um okkur. Söknum bílsins mikið nú þegar þegar við setjumst í rúmenska Renaultin okkar. Ferðin var gróflega plönuð þannig að fara fyrst norður á Dalvík og vera þar í ca viku og síðan seinni vikan í bústaðnum hjá Pabba.  Við byrjuðum ferðina í Köben, vorum eina nótt í Köben og svo eldsnemma um morguninn var tekið flug til Osló og svo þaðan til Íslands.  Magnea í Osló...náði 55 mínútum. Við lentum á Íslandi rétt fyrir hádegið og svo seinni partinn var brunað í Hveragerði og strákarnir sóttir til pabba þeirra og svo á KFC :) og norður. Við vorum komin á Dalvík um tíuleytið um kvöldið.  Lentu

Nýjustu færslur

Vetrarfrí í London